Pöntunarleiðbeiningar

 

Eins og stendur er vefbúðin ekki virk en hægt er að ganga frá pöntun með því að senda tölvupóst á pantanir@hurd.is eða, ef mikið liggur á, hringja í síma 857-2446. Við reynum eftir bestu getu að koma vörum út samdægurs.

Hurð ehf. er ekki með afgreiðslustað en við bjóðum upp á ókeypis sendingarþjónustu innan höfuðborgarsvæðis eða til flutningsaðila (Flytjandi, Pósturinn o.s.fv.).

Pöntunarferlið gengur svona fyrir sig:
  1. Viðskiptavinur sendir pöntunarbeiðni á pantanir@hurd.is með vöruheiti og magni auk allra nauðsynlega upplýsinga til afhendingar (heimilisfang o.s.fv. – Sjá neðar)
  2. Hurð ehf. svarar tölvupósti þar sem fram koma bankaupplýsingar og upphæð til greiðslu.
  3. Viðskiptavinur greiðir upphæðina með millifærslu. Gjarnan má senda kvittun á pantanir@hurd.is til að flýta fyrir
  4. Hurð ehf. tekur vörurnar til og kemur þeim í flutning. Vörureikningur fylgir með í pakka – nema viðskiptavinur biðji sérstaklega um annað.
Látið vöruheiti eða -númer (innrammað með rauðu á mynd) og magn fylgja með pöntunarbeiðni.

Til að allt gangi sem hraðast, mælum við með að viðskiptavinir láti eftirfarandi upplýsingar fylgja með pöntunarbeiðni:
  • Nafn og kennitala einstaklings eða lögaðila
  • Heimilisfang sem pakki sendist á og hverskyns aðrar upplýsingar sem kann að vanta fyrir sendil, til að tryggja hraða afhendingu. S.s. símanúmer móttakanda, hvar skal skilja pakka eftir o.s.fv.
  • Flutningsaðili og sendingarmáti ef um er að ræða landsbyggðarsendingu – T.d.  Íslandspóstur, móttakandi sækir og greiðir