Þjónusta

Við vekjum athygli á því að Hurð ehf. þjónustar ekki einstaklinga.
Hurð ehf. starfar í Reykjavík og þjónustar og flytur inn varahluti fyrir ýmsan iðnaðarbúnað á borð við:
  • Iðnaðarhurðir í öllum sínum myndum (fleka-, hrað-, eldvarnarhurðir). Getum sinnt viðhaldi og útvegað varahluti fyrir flestar gerðir hurða. M.a. Loading Systems, Nassau, Crawford, Assa Abloy, Toors, Raynor, Hörmann o.fl.
  • Fjarstýringarkerfi og GSM-innhringibúnað til aðgangsstýringar.
  • Hleðslubrýr, veðurhlífar og annan lestunar-/hleðslubúnað tengdan vöruflutningum.
  • Bómu- og rennihlið að lóðum eða landsvæðum – s.s. bílastæðum, iðnaðarlóðum, tjaldsvæðum og sumarbústaðalöndum.
Þar að auki sinnir Hurð ehf.:
  • Viðgerðum á rafeindabúnaði tengdum iðnstýringum. Erum færir um að fara yfir prentplötur, bilanagreina, útvega íhluti og endurnýja.
  • Hönnun og framleiðslu á sérhæfðum stýringum, hvort sem um er að ræða prentplötu eða hefðbundið rað-/DIN-skinnuefni. Höfum m.a. búið til eigin GSM-einingu, stýrikort í úreltan stjórnbúnað fyrir hleðslubrýr, spennugjafaborð fyrir brettaskanna á lyfturum o.fl.