Persónuverndarstefna


Persónuverndarstefna

Hurð ehf. (kt. 660607-0130) geymir ekki upplýsingar um notendur, umfram þær sem þeir stimpla sjálfir inn við nýskráningu eða útfyllingu pöntunar, s.s. nafn og heimilisfang. Notandinn getur hvenær sem er breytt þessum upplýsingum eða beðið um að þeim verði eytt. Hafið samband við hurd@hurd.is varðandi fyrirspurnir og beiðnir um eyðingu persónuupplýsinga.

Vafrakökur sem skapast við innskráningu eða álíka fyrnast innan mánaðar ef síðan er ekki heimsótt innan þess tímaramma.

Vefsíðan safnar aðeins vefkökum sem teljast nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar og eru því ekki valkvæmar. Gert er ráð fyrir að notandi gerir sér grein fyrir þessum skilyrðum ef hann heldur áfram að skoða síðuna.

Hurð ehf. deilir ekki, undir nokkrum kringumstæðum, upplýsingum um viðskiptavini með þriðja aðila.