Hraðhurðir

Angel Mir framleiðir hraðhurðir af öllum mögulegum gerðum og stærðum. Tilgangur hraðhurða er að lágmarka tímann sem opið er inn í eða á milli rýma, t.d. til að koma í veg fyrir hitatap í frystum eða vöruhúsum.
Dæmi um möguleika og séróskir:
- Vindþol – Hægt að fá hurðir sem þola að opnast út á Íslandi.
- Einangrun – Hægt að fá frystishurðir.
- Opnunarhraði – Hægt að fá hurðir með allt að 1,8 m/s opnunarhraða.
- Öryggisbúnaður – Ýmsir möguleikar, t.d. ljósnematjald í gætt o.fl.
- Opnunarskynjarar – Hreyfiskynjari, togrofi, umferðarskynjari o.fl.
- Rafmagn – Minni hurðir oftast 1-fasa 230VAC með tíðnibreyti / hraðastýringu, stærri 3-fasa 400VAC án tíðnibreytis.
- Ýmsir möguleikar, s.s. ryðfrítt stál, ýmsir litir, varaafl o.fl.
Sjá upplýsingableðil hér að neðan til að sjá helstu gerðir hurða. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar.
Alla jafna viljum við sjálfir sjá um uppsetningu búnaðarins, með einhverjum undantekningum.
Vörulisti á ensku
Tæknilegur upplýsingableðill
Vefsíða Angel Mir